Get ekki stillt mig um að setja nýjasta trailerinn frá Bumcast hérna inn. Segi það enn og aftur, get varla beðið eftir DVD útgáfunni. Flottar tökur og glæsileg köst.
-
Roll Cast – Nýr trailer frá Bumcast
Höfundur:
-
Þingvallavatn, 28.ág.
Stangveiði snýst um að njóta náttúrunnar og góðs félagsskapar. Það var einmitt það sem við hjónin gerðum í dag, skruppum á Þingvöll og æfðum nokkur fluguköst í blíðunni undir Arnarfelli, með heitt á brúsa í frábæru veðri. Og við vorum ekki þau einu sem fórum fisklaus heim, veiðiverðir Þjóðgarðsins tjáðu okkur að það hefði ekki komið branda upp úr vatninu í dag. Sjálf heyrðum við í þremur sem ekki urðu einu sinni varir, sáu þó fisk en hann tók ekkert.Höfundur:
-
Flugur – uppskriftir
Í framhaldi af boxinu mínu, fór ég í gegnum nokkrar bækur og greinar með flugu uppskriftum sem ég hef sankað að mér og setti einar 23 niður á vefinn. Þetta eru sem sagt uppskriftir og athugasemdir á 23 af 24 flugum sem ég þykist ætla að hafa í boxinu mínu á næstunni.Uppskriftirnar eru aðgengilegar úr greininni ‘Boxið mitt’ með því að smella á nafn viðkomandi flugu. Eins má nálgast þessar uppskriftir úr valmyndinni undir Flugur / Uppskriftir.
Höfundur:
-
Boxið mitt
Það eru þó nokkrir sem setja saman lista yfir ‘sínar’ flugur, þ.e. hvað leynist í boxinu. Sjálfur hef ég verið að fylgjast með nokkrum svona hlekkjum og þrælað mig í gegnum vinsælustu flugurnar hér og þar. Ef ég klára nú einhvern tíman að hnýta ‘mínar’ flugur þá gæti boxið mitt litið einhvern veginn svona út:
Eins og sjá má þá er þetta all þokkalegur listi og greinilega nóg að gera á næstunni að fylla á boxið. Fyrir þá sem áhuga hafa er hægt að nálgast þennan lista hér á PDF formi. Uppskriftir að þessum flugum má nálgast með því að smella á nafn flugunnar.
Höfundur:
-
Langavatn 21.ág.
Það var ein lítil 1/2 punda bleikja sem forðaði því að hér yrði öngull í rassi enn eitt skiptið. Af okkur fjórum sem börðum Langavatn frá morgni til kvölds í strekkings vindi og úrkomu á köflum, var ég sá eini sem einhvern fisk fékk. Prófuðum undir Réttarmúlanum alveg frá Beilárvöllum og út fyrir víkina undir sæluhúsinu en ekkert gekk. Ekki litið við maðk, spún né flugum. Upp úr hádegi rölti ég Beilárvellina inn að Klifi og þar varð ég loksins var við fisk beint á móti vindi. Reyndum síðan aftur rétt fyrir ljósaskiptin undir Klifi, vel á móti vindi ef ske kynni að bleikjan væri í æti í öldurótinu, en ekkert gekk. Kannski er fiskurinn farinn inn að Langavatnsárós í hryggningu? Finnst það samt full snemmt svona upp úr miðjum ágúst.Höfundur:



























