Hvaða taum ertu með?

Nei, nú er ég ekki að spyrja lesendur, heldur vísa til þess þegar maður situr í mestu makindum heima við og einhver hringir, hendir á mann skilaboðum eða sendir tölvupóst og spyr hvaða taum maður notar. Úff, að fá svona spurningu er eins og flétta fjölþátta reipi, það eru svo margar breytur sem geta haft áhrif á svarið að maður eiginlega verður bara að svara einhverju almennu um sver- og stífleika miðað við flugu og lengd miðað við á hvaða dýpi viðkomandi ætlar að veiða. Þá hefur maður ekki tekið hitastig vatns, efni í taum eða mögulega stærð fisks með í reikninginn og þá getur voðinn verið vís fyrir þann sem spyr.

Kannski bara einfaldast að nota spún?

Auðvitað er hægt að víkja sér pent undan svari og vísa á einhverja af ‘standard’ formúlum fyrir taum eins og t.d. Taumalengd en þá er samt sem áður horft framhjá afar stuttum taumum og afar löngum taumum, mismunandi hráefni og umfram allt því sem skiptir verulegu máli; aðlögunarhæfni og reynslu veiðimanns. Það er nefnilega mikill munur á hæfum veiðimanni og reynslubolta. Ég hef nefnilega fengið það á tilfinninguna að reynsluboltarnir spá afskaplega lítið í mismunandi tauma, eru ekkert að velta sér upp úr samsetningu eða efnisvali, það er eins og mismunandi aðstæður, fiskur eða hvað eina sem getur haft áhrif á taumavalið sé orðið innbyggt í atferli þeirra og þeir þurfa ekkert að spá og spekúlera. Mér skilst að þetta sé fylgifiskur þess að vera reynslubolti umfram þá sem ‘bara’ brenna af áhuga. 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com