Flýtileiðir

Ekki gleyma símanum

Við erum flest komin með heiminn í hendurnar. Það er alveg sama hverju við leitum að eða hvað við viljum nálgast, næstum allt er tiltækt undir einum fingri. Þessi litlu kríli sem við köllum farsíma geyma orðið næstum allt sem hugurinn girnist, eða er það svo? Nei, ekki alveg. Það er langt því frá að símarnir okkar geymi allt það sem þeir geta sýnt okkur þegar við erum í sambandi við móðurskipið (veraldarvefinn).

Sumt getur þó verið tiltækt í símanum okkar, jafnvel þótt hann sé utan þjónustusvæðis og nú er okkar ástkæra Veiðikort komið í hóp þess sem við getum skotið skjólshúsi yfir og haft alltaf til reiðu og klárt þegar haldið er í veiði.

Núna er hægt að kaupa Veiðikortið á rafrænu formi og vista það í veskinu í símanum, SmartWallet fyrir Android eða Apple Wallet fyrir iPhone. Þannig er kortið komið í hóp annarra skilríkja sem bjóðast rafræn og þarf því ekki að prenta á plast.

Ég er einlægur stuðningsmaður þess að halda plastnotkun í skefjum. Fögur fyrirheit um endurvinnslu plasts ná aðeins til örlítils hluta þess sem við handfjötlum dags, daglega. Flest leikur það lausum hala í náttúrunni eða er urðað með ómældu magni annars úrgangs. Til að gera langa sögu mjög stutta, því það tekur mjög langan tíma fyrir plast að brotna niður, þá endar plastið í einni eða annarri mynd í vatninu okkar og þaðan kemst það aftur inn í hringrásina og endar nær örugglega í mat og drykk sem við leggjum okkur til munns.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com