Flýtileiðir

Veiðileiðsögn

Á þessum árstíma dreymir flesta veiðimenn. Suma dreymir einfaldlega um að komast í veiði, punktur. Aðra dreymir um nýja veiðistaði, flugur eða geta prófað nýjar græjur sem komu upp úr jólapakka. Flestir þessara drauma eru um eitthvað eitt ákveðið og er auðvelt að uppfylla, strax næsta sumar. Svo eru til þeir draumar sem eiga sér lengri meðgöngu, hafa blundað með einstaklingi í einhver ár en skjóta reglulega upp kollinum og minna á sig. Sumir hafa jafnvel smakkað aðeins á þessum draumi, kunnað vel við en ekki látið hann rætast að fullu. Hér er ég að ýja að draumi margra að gerast veiðileiðsögumenn.

Eftirspurn eftir veiðileiðsögumönnum hér á landi hefur aukist mikið á síðustu árum og í því fellast tækifæri fyrir áhugasama að gera veiðina að einhverju meira en bara áhugamáli. Undandarin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám í veiðileiðsögn sem hefur verið mjög vel sótt, jafnt af starfandi leiðsögumönnum og þeim sem hug hafa á að komast í fagið.

Um þessar mundir er verið að taka á móti skráningu í 130 stunda nám í veiðileiðsögn sem hefst 15. febrúar, nám sem gæti verið leiðin til að láta drauminn rætast. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálaskóla Íslands eða hér að neðan.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com