Flýtileiðir

Flóðatafla 2023

Um þessar mundir ætti háflóð jólabóka fyrir veiðimenn að vera að skella á okkur. Því miður er það ekki svo um fyrir þessi jól, því fátæklegri flóru veiðibóka hef ég sjaldan séð eins og þetta árið. Það má víst segja að nú sé fjara, sögulega lágsjávað og það er ekki eitthvað sem sjá mátti fyrir í flóðatöflu ársins hér á FOS.IS

(c) Karolina Grabowska

FOS.IS lætur þó ekki deigan síga og spáir stórstreymi fyrir jólin 2023, nánar tiltekið þann 15.des. kl. 07:48 upp á 4.2 m hér í Reykjavík. Flóðatöflu fyrir allt næsta ár er nú hægt að nálgast hérna á vefnum, bæði til aflestrar á skjá og sem PDF til niðurhals.

Að gefnu tilefni langar mig til að biðja lesendur að virða þá beiðni mína að leita samþykkis fyrir notkun flóðatöflunnar til annarra nota en persónulegra, hvort sem það er birting eða dreifing í nafni fyrirtækis, samtaka eða félagsskapar. Samþykkis (fyrirfram) um dreifingu efni af FOS.IS má leita með því að senda mér skilaboð hérna.

Þess má geta að flóðataflan hefur nú í nokkur ár verið með vinsælasta efni á FOS.IS með yfir 50.000 flettingar og með hátt í 10.000 niðurhöl.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com