Ekkert tíst

Það er skemmtilegt hvað litlir hlutir geta haft mikil áhrif á daglegt líf okkar. Ungt fólk vekur upp gömul máltæki og staðfærir þau í nýjum tíma, samanber pældu í því sem er náttúrulega ólíkt skemmtilegra heldur en dig into it. Já, ég er smá íslensku perri og þykir skemmtilegt þegar orð og orðasambönd fá nýja eða breytta merkingu í íslensku máli.

Að tísta er dæmi um orð sem fékk alveg nýja, og að mínu mati stórskemmtilega merkingu með tilkomu Twitter hér um árið. En rétt eins og margur annar smáfugl hefur þessi litli blái orðið fálka að bráð og nú kveður við falskan tón í tísti hans. Reikningur Gróu kerlingar á Leiti hefur nú verið opnaður að nýju á Twitter og núna getur hún nú keypt sér syndaaflausn hjá Musk fyrir litla 8 dollara á mánuði og birt hvað eina sem henni dettur í hug, satt eða logið.

Með vísan í upphaflegt heiti FOS.IS (flugur og skröksögur) skal það tekið fram að í mínum huga er stigsmunur á að birta skröksögur og merkja þær sem slíkar eða birta þær sem sannleik og fá einhvers konar heilbrigðisvottorð á lygarnar. Persónulega hef ég engan áhuga á að blanda geði við fólk sem ber út lygar eða rætnar sögur um einstaklinga eða atburði, hvorki í raunheimum eða á netinu. Því hefur FOS.IS nú hætt birtingu efnis á Twitter og óskað eftir því að eldri færslum verði eytt og reikningi lokað.

Þetta er því síðasta færslan sem FOS.IS birtir á Twitter og bendir fylgjendum á að það er alltaf hægt að fá tilkynningar um nýjar færslur á síðunni, beint og milliliðalaust í tölvupósti með því að skrá sig hérna.

Eitt svar við “Ekkert tíst”

  1. Ási Bjarna Avatar
    Ási Bjarna

    Góður pistill að venju!
    Sammála með Twitter, búinn að eyða mínum reikningi.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com