Flýtileiðir

Nýr FOS.IS

Vefurinn tekur nokkrum hamskiptum um þessar mundir og rétt eins og önnur hamskipti, þá taka þau sinn tíma enda þarf að yfirfara 125 síður og rúmlega 2000 greinar og aðlaga nýju útliti. Það getur því verið að einhverjar síður og greinar aflagist lítillega eða komi einkennilega fyrir sjónir á meðan ég vinn mig í gegnum þennan stabba.

Allt efni verður áfram á sínum stað og leitast var við að halda hönnun vefsins í stíl við það sem verið hefur síðustu 10 árin. Gömlu góðu hnapparnir fá andlitslyftingu til samræmis við nýtt einkennismerki FOS.IS sem hér eftir verður ríkjandi í öllu efni síðunnar og samfélagsmiðlum sem henni tengjast. Merkið á ættir að rekja til Febrúarflugna 2022 þar sem útfærsla þess kom almenningi fyrst fyrir sjónir.

Með nýju útliti tekst FOS.IS að auka hraða síðunnar og öryggi hennar, ásamt því að stuðningur við snjalltæki og stærri skjái eykst verulega. Myndfletir verða almennt stærri þannig að ljósmyndir, kort og skýringarmyndir fái betur notið sín.

Create a website or blog at WordPress.com