Flýtileiðir

Fyrsti í Febrúarflugum

Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn.

Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt undir með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Að þessu sinni eru styrktaraðilar okkar þessi:

Ein að nýjungum Febrúarflugna þetta árið er Fluguhnýtingakeppni Haugsins og Febrúarflugnaar þar sem keppt er í fjórum flokkum; Meistaraflokki, Almennum flokki, Púpuflokki og Unglingaflokki. Reglur keppninnar eru hér að neðan en þær má einnig sækja á PDF formi hérna.

Haugur og Febrúarflugur efna til fluguhnýtingakeppni í fjórum flokkum í febrúar. Keppt verður í Meistaraflokki, Almennum flokki, Púpuflokki og Unglingaflokki. Flugunum ber að skila í síðasta lagi 22. febrúar 2022 á Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík í þremur umslögum. Flugan sjálf í einu umslagi sem merkt er leyninafni þátttakanda og flokki sem hún tilheyrir, nafn þátttakanda í öðru umslagi sem einnig er merkt leyninafni og bæði umslögin í einu ómerktu.

Fyrst og fremst verður horft til handbragðs og frágangs flugna, ásamt því að þær verða að uppfylla ýtrustu kröfur og reglur varðandi jafnvægi í flugu.

Meistaraflokkur

Þátttakendur í þessum flokki hnýti fluguna Nighthawk samkvæmt upprunalegri uppskrift:

  • Þráður: Rauður
  • Broddur: Ávalt silfur
  • Stél: Hausfjöður gullfasana og fjöður af Kingfisher
  • Kragi: Rauð ull eða rauð selshár
  • Vöf: Ávalt silfur
  • Búkur: Flatt silfur
  • Skegg: Svart
  • Vængur: Svartur kalkúnn eða svört gæs (má vera hárefni)
  • Kinnar: Frumskógarhani með Kingfisher yfir
  • Horn: Macaw
  • Toppur: Gullfasani
  • Haus: Tvískiptur, rauður aftar og svartur fremri
Almennur flokkur

Þátttakendur í þessum flokki hnýti flugu Sigurðar Héðins, Haugur samkvæmt eftirfarandi uppskrift:

  • Þráður: Fire Orange
  • Skott: Svart með tveimur bláum krystalþráðum
  • Búkur: Pearl floss mylar
  • Skegg: Kóngablá hæna
  • Vængur: Svartur með tveimur bláum krystalþráðum
  • Haus: Fire Orange
Púpuflokkur

Í þessum flokki ræður sköpunargáfan og hnýturum er frjálst hvað þeir senda inn. Hér verður haft að viðmiði að handbragð sé gott og helstu reglum um púpur sé fylgt.

Unglingaflokkur ( 0 – 16 ára )

Hér fær sköpunargleðin fyrst og fremst að ráða för. Fyrst og fremst verður horft til frumleika og sköpunargáfu. Sem dæmi að ef einhver getur hnýtt Homer Simpson á öngul, mun sú hnýting skora hátt. Í þessum flokki má senda inn laxa-, bleikju-, urriða- eða sjóbirtingsflugu. Athugið að aldurstakmark er 16 ára í þessum flokki.

Verðlaun

Í hverjum flokki fyrir sig eru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Verðlaunin eru þau sömu í öllum flokkum og þau eru:

  • Fyrsta sæti: 15.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop
  • Annað sæti: 10.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop
  • Þriðja sæti: 5.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Héðinn hjá Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1, í síma 8344434 eða með tölvupósti siggi@haugur.is

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com