Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Föstudagurinn fyrir Febrúarflugur er nærri orðinn að föstum pósti á FOS.IS  Við höfum það fyrir satt að hnýtarar eru farnir að bíða nær jafn óþreyjufullir eftir 1. febrúar eins og við. Eins og undanfarin ár munum við kynna styrktaraðila átaksins formlega til leiks í fyrstu viku febrúar en dagskráin okkar verður létt og leikandi eins og endranær.

FOS.IS verður með örútgáfu að hlaðvarpi (viðtalsþáttum) á föstudögum í febrúar, tveir fyrstu þættirnir eru klárir og við munum leita hófanna hjá þátttakendum Febrúarflugna þegar líður á mánuðinn fyrir þá tvo sem eftir er að taka upp. Þættirnir eru afar einfaldir og lítið fyrir þeim haft, rétt eins og átakinu sjálfu, lauflétt spjall í gegnum fjarfundabúnað sem er einfaldlega tekið upp og verður deilt á FOS.IS og Febrúarflugum.

Tveir þemadagar verða í Febrúarflugum þar sem meðlimir verða hvattir til að hnýta ákveðna(r) flugu(r) en vitaskuld er ekkert skilyrði að taka þátt í slíku, en það gæti orðið skemmtileg tilbreyting fyrir hnýtara að bregða fyrir sig að hnýta eitthvað sem þeir gera ekki að öllu jöfnu.

Þegar hefur kvisast út að Sigurður Héðinn (Haugur) stendur fyrir hnýtingakeppni í tengslum við Febrúarflugur þar sem keppt verður í fjórum flokkum; Meistaraflokki, Almennum flokki, Púpuflokki og Unglingaflokki. Haugur veitir vegleg verðlaun í öllum flokkum en fyrirkomulag keppninnar verður kynnt nánar 1. febrúar.

Fyrir þá sem vilja stytta biðina eftir 1. febrúar, þá er hér brakandi nýr, beint úr þurrkaranum og sjóðandi heitur hlaðvarpsþáttur þeirra félaga Þrír á stöng, þar sem FOS.IS og Febrúarflugur koma heldur betur við sögu:

Í aðdraganda átaksins setti FOS.IS könnun á netið og kunnum við öllum þeim 176 sem svöruðu henni bestu þakkir fyrir þátttökuna. Margt áhugavert koma fram í tillögum svarenda sem FOS.IS mun reyna að nýta eins og kostur er, sumt hefur þegar komið hér fram, annað er mögulega í deiglunni.

Annars voru helstu niðurstöður könnunarinnar sem hér segir: Svarendur voru 176, þarf af ætluðu 91 að setja inn flugur, 64 voru ekki alveg vissir og 17 kusu að fylgjast bara með. Flestir sem svöruðu voru í SVFR (41) en fast á hæla þeirra voru Ármenn (39), önnur félög voru með 8 svör eða færri.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com