FOS.IS óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári sem er rétt handan við hornið. Jólagjöfin frá okkur til ykkar að þessu sinni er hið árlega dagatal með helstu tillidögum, sólargangi og tímasetningum árdegis- og síðdegisflóða sem finna má hér á síðunni. Að þessu sinni hefur verið aukið lítillega við upplýsingarnar á dagatalinu og nú má finna alla stærstu strauma ársins 2022 á einum stað í því.
Senda ábendingu