Og áfram heldur þetta Euro dæmi, en nú kveður við aðeins annan tón. Euro flugur hafa þróast tiltölulega hratt frá því Pólverjar fóru að fikra sig áfram með mjög þyngdar flugur upp úr 1980. Sjálfur hnýtti ég nokkrar pólskar flugur hérna um árið en á nútíma mælikvarða eru þær trúlega ekki nógu þungar og alls ekki nógu straumlínulagaðar til að standast Euro viðmið í dag.
Það eru nokkur lykilatriði sem vert er að hafa í huga ef hnýta skal flugur sem nota á við Euro Nymphing. Fyrir það fyrsta ættu þær að vera afskaplega mjóslegnar, nánast renglur þannig að straumur hafi sem minnst áhrif á þær og auðvelda þeim að sökkva hratt, hvoru tveggja er jú lykillinn að Euro Nymphing. Til að auka enn á hæfni flugunnar til að sökkva eru þær gjarnan hnýttar á þunga króka og til að toppa það nota menn tungsten kúlur, gjarnan í yfirstærð. Til að sporna við því að þessi grey festist í botninum, þá eru þær gjarnan hnýttar á s.k. skrykkkróka (e: jig) þannig að þær snúist við í vatninu og krækjast því síður í botni.
Senda ábendingu