Lokafréttir Febrúarflugna 2021

Nú er Febrúarflugum lokið að þessu sinni. Það má eiginlega segja að þátttakendur hafi farið á kostum síðustu daga mánaðarins og það beinlínis streymdu inn flugur og nýir þátttakendur á hverjum degi.

Að lokum fóru leikar svo að alls bárust 1.430 flugur / myndir inn í mánuðinum, meðlimum hópsins á Facebook fjölgaði snarlega upp í 952 og á endanum voru það 192 hnýtarar sem lögðu til flugur í mánuðinum.

Íslendingum er tamt að hampa hópíþróttum á góðum degi, fótbolta-, handbolta- og körfubolaliðum. Ef við heimfærum þann fjölda sem lagði sitt að mörkum í febrúar, þá má smala saman í nokkur slík lið og hefði það eflaust þótt fréttaefni.

FOS.IS hefur lengi staðið í þeirri trú að fjöldi hnýtara væri töluvert meiri en almennt væri talið og það væri mjög orðum aukið að fluguhnýtingar væru deyjandi á Íslandi. Eigum við eitthvað að ræða þann fjölda sem tók þátt í Febrúarflugum 2021 eða þann fjölda af flugum sem komu fram í mánuðinum?

Ekki má gleyma styrktaraðilum Febrúarflugna, þeir fóru á kostum og gerðu okkur kleyft að draga út nöfn 27 heppinna hnýtara sem hlutu viðurkenningar fyrir sitt framlag í ár. Nöfn og viðurkenningar hafa verið birtar í hópinum á Facebook og samband verið haft við styrktaraðilana. Enn og aftur, kærar þakkir fyrir stuðninginn þetta árið.

FOS.IS er fyrst og fremst þakklæti í huga, en líka örlítill aðgerðarkvíði. Sökum ýmissa anna hefur myndasafnið með flugum ársins ekki verið uppfært hér á síðunni í 3-4 daga og það er töluverður haugur af myndum sem bíður vinnslu og innsetningar. Vonandi tekst okkur að ljúka þeirri vinnu á morgun og þá uppfærum við myndasafnið þannig að það verður hægt að skoða allar flugurnar á einum stað.

Það er von okkar að meðlimir hópsins og allur sá fjöldi sem fylgdist með átakinu hér á FOS.IS hafi haft jafn gaman að þessu eins og við. Þetta var frábær mánuður, takk fyrir þátttökuna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com