Veiðihár kattarins hefur verið í hópi vinsælustu vatnaveiðiflugna Bretlandseyja frá því hún kom fram árið 1985. Upphaflega notaði höfundur hennar, David Train, veiðihár af heimiliskettinum til að stífa marabou vænginn þannig að hann vefðist ekki um legginn. Grínverjar hafa síðan komið með þá sögu að nær allir kettir á Bretlandi hafi verið orðnir sköllóttir í framan og því hafi David hafi neyðst til að breyta uppskriftinni lítillega, slíkar voru vinsældir flugunnar.
Upphafalega voru hvorki vaskakeðja né önnur augu á þessari flugu, en fljótlega bættust þau við og nú er svo komið að flugan er til með öllum mögulegum útfærslum höfuðskrauts.
Þessi fluga hefur gefist mér vel í vatnaveiði hér heima snemmsumars og síðla sumars þegar skyggja tekur. Á drungalegum sumardögum hefur hún gert skemmtilega hluti og ekki er hún síðri þegar urriðinn liggur djúpt og chartreuse liturinn nýtir sín best.
Höfundur: David Train
Öngull: straumfluguöngull 6 – 12
Þráður: hvítur
Skott: hvítt marabou (UV marabou ef vill)
Búkur: ljómandi lime grænt Fritz eða sambærilegt chartreuse litað efni
Vængur: hvítt marabou (UV marabou ef vill)
Haus: kúla, vaskakeðja, dumbbell eða einfaldlega úr hnýtingarþræði
Senda ábendingu