Óneitanlega er ástandið í þjóðfélaginu nokkuð sérstakt þessa dagana og margir virðast glíma við mikið af óráðstöfuðum tíma og þá er nú eins gott að geta drepið eitthvað af honum með glápi. Á næstu vikum setur Orvis á netið seríu 2 af Orvis Guide to Fly Fishing þar sem íslandsvinurinn, Tom Rosenbauer flækist um víðan völl eins og í fyrri seríu, veiðir og spjallar við staðkunnuga um mismunandi veiðiaðferðir o.fl. Forsmekk að seríunni má skoða hér að neðan.
Alls verða þættirnir 13, sá fyrsti kemur á YouTube á morgun, laugardaginn 4. apríl en fyrri seríuna má þegar finna á YouTube með því að smella hérna. Það er til verra efni til að drepa tímann heldur en þessi þættir, það er alveg öruggt.
Senda ábendingu