Febrúarflugum 2020 er lokið

Febrúarflugum 2020 er lokið. Okkur er fyrst og fremst í huga ómælt þakklæti til allra sem lögðu sitt á vogaskálarnar til þess að gera þennan viðburð að þeim stærsta og langsamlega skemmtilegasta fram til þessa. Það komu margar hendur að þessu átaki í febrúar og færum við þeim öllum okkar bestu þakkir.

Fyrst og fremst skal telja alla þá sem lögðu fram flugur inn á Facebook eða Instagram í mánuðinum, aldrei áður hafa jafn margir hnýtarar tekið þátt, takk þið 125 sem sýnduð snilli ykkar í febrúar.

Það er erfitt að áætla nákvæmlega hve margir fylgjast með svona viðburðum í netheimum, en hópurinn á Facebook stækkaði verulega þetta árið, fór úr tæplega 400 í 527. Í febrúar heimsóttu 2.104 einstaklingar FOS.IS í 16.513 skipti og nær allir lögðu leið sína inn á myndasafnið með flugunum sem inniheldur þær allar á einum stað.

Aldrei áður hafa flugurnar verið jafn margar sem komið hafa fram á einum mánuði í Febrúarflugum. Að þessu sinni voru það 1.040 flugur sem bar fyrir augu okkar.

Svo má ekki gleyma öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum til að gera upplifun hnýtara og áhugamanna um fluguhnýtingar sem skemmtilegasta í mánuðinum. Fjöldi félaga í Stangaveiðifélögum Akureyrar, Borgarness, Reykjavíkur og Ármanna lögðu gjörva hönd á plóg, stóðu fyrir samkomum, hnýtingarkvöldum og námskeiðum sem voru mörg hver sérstaklega vel sótt. Flugucastið og Haugur fá sérstakar þakkir fyrir þeirra ómetanlega þátt í Barflugum á American Bar í febrúar.

Undanfarin ár hefur FOS.IS notið einstakrar velvildar styrktaraðila þannig að unnt væri að veita nokkrum heppnum hnýturum viðurkenningu fyrir þátttökuna í Febrúarflugum, svo var einnig þetta árið. Við færum; Vesturröst, Veiðikortinu, Valdemarsson, VEIDA.IS, JOAKIM‘S, Fish Partner, Veiðiflugum og Flugubúllunni okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn þetta árið.

Það er í eðli Febrúarflugna að átakið er ekki bundið við landssvæði, ekki einu sinni lönd og því þykir okkur við hæfi að draga út rafrænt nöfn þeirra 18 heppnu hnýtara sem lögðu fram flugur að þessu sinni. Nöfnin og viðurkenningarnar má sjá hér að neðan og á myndbrotinu má fylgjast með æsispennandi útdrættinum þar sem nöfn duttu inn og út þar til 18. viðurkenninginn hafði fengið sitt nafn. Samband verður haft við alla lukkuriddarana á Facebook eða Instagram þannig að unnt sé að láta styrktaraðila okkar vita um nöfn og heimilisföng þeirra.

Að lokum vill FOS.IS einfaldlega segja við ykkur öll sem hjálpuðu til við að gera þennan mánuð jafn skemmtilegan og áhugaverða sem raun bar vitni;

Við sjáumst vonandi aftur að tæpu ári liðnu þegar Febrúarfugur 2021 hefja göngu sína.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.