Betur hnýtt, betri flugur

Það er ekki sjálfgefið að betur hnýttar flugur séu endilega betri. Ending þeirra verður mögulega meiri, útlit þeirra fallegra en hvorugt þessa segir endilega til um færni þeirra til að ganga í augun á fiskinum. Ég hef sagt það áður og reynt margoft að druslulegar, illa farnar flugur hafa stundum fært mér fleiri fiska heldur en þær óaðfinnanlegu og fallegu. En auðvitað er skemmtilegra að hnýta fallegar flugur, einhverjar sem gleðja augað og endast aðeins betur. Nú ætla ég að deila með lesendum einhverju af mínum óförum og þar með er ekki sagt að þeim sé lokið, ég stend mig oft og iðulega að því að gera sömu mistökin aftur og aftur.

Að læra að mæla lengd vængs á flugu er alls ekki eins erfitt og ætla mætti. Flestar vængjaðar flugur fylgja ákveðinni formúlu í lengd vængjar. Lengd vængs á votflugu má finna hérna og lengd vængs á straumflugu má finna hérna. Lykillinn í þessum lengdarmælingum er lengd króksins sem er notaður. Með tíð og tíma ættu þessi hlutföll að festar í kollinum og þá er maður tiltölulega fljótur að mæla hráefnið í vænginn á leggnum og eiga það jafnvel tilbúið þegar kemur að því að hnýta hann niður.

Hráefni sem fest er niður með jöfnum þrýstingi allra vafninga er líklegra til að sitja kyrrt þar sem það á að vera, sama á hverju gengur. Þegar ég náði leikni í halda jöfnum þrýstingi / tregðu í keflishöldunni, þá urðu vafningarnir jafnari, þéttari og umfram allt öruggari. Þegar svo hógværðin bættist við, þá urðu flugurnar fyrst áferðafallegri. Hógværð í hnýtingum fellst fyrst í því að nota fáa og örugga vafninga, færri hnúta og betri hnúta eftir hvert hráefni og síðast en ekki síst, fáa og fallega vafninga við og í haus til að ljúka flugunni.

Þetta tengist með beinum hætti því að treysta því sem þegar er gert. Það tók mig töluverðan tíma til að treysta þessum mjóa, viðkvæma þræði sem ég var að vinna með, hvað þá þeim endahnútum sem ég hafði þegar sett á fluguna. Þetta vantraust varð til þess að ég setti tvo, þrjá vafninga í viðbót á hausinn og hnýtti aftur endahnút og þar með var nettur hausinn farinn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com