Straumflugur, eru það ekki bara ofvaxnar votflugur? Nei, ekki alveg, því hlutföllin í straumflugu eru í raun allt önnur en votflugu og þar af leiðandi hagar straumflugan sé öðruvísi þegar í vatn er komið.
Fyrir það fyrsta, þá er skegg straumflugunnar nokkru styttra heldur en votflugunnar, ekki lengra heldur en nemur öngulbili króksins. Skott straumflugu er ekki nema helmingur búksins en þar kemur á móti að lengd vængs er jöfn búki flugunnar að viðbættu skottinu. Vænglengd straumflugu getur því verið nokkuð mikil sé hún hnýtt á legglangan krók.
Senda ábendingu