Fyrir hálfum mánuði efndi Stangaveiðifélag Akureyrar til hnýtingarkvölds í Zontahúsinu. Félagar SVAK eru ekki af baki dottnir og tvíelfdir mæta þeir aftur til leiks í Febrúarflugum, þriðjudaginn 25. febrúar og efna til annars hnýtingakvölds. Ný dagsetning, sami staður, sami tími.
Vitaskuld verða græjur á staðnum, heitt á könnunni og landsfrægir hnýtarar SVAK verða á staðnum og leiðbeina þeim sem þess óska. Enn eitt frábært tækifærið fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp gamla takta að eiga góða kvöldstund yfir hnýtingarþvingunum fyrir norðan.
Félagar SVAK munið að merkja flugurnar ykkar í Febrúarflugum með #SVAK.
Takið kvöldið frá og munið að það eru viðburðir í tengslum við Febrúarflugur í hverri viku mánaðarins.
Senda ábendingu