Flýtileiðir

Hnýtingarkvöld Ármanna

Ármenn endutaka leikinn frá því fyrir hálfum mánuði síðan og bjóða öllum sem vettlingi eða þvingu geta valdið að koma í félagsheimili sitt, Árósa í Dugguvogi 13, mánudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:00 og njóta félagsskapar og leiðsagnar í fluguhnýtingum. Sem fyrr verða það félagarnir Hjörleifur Steinarsson og Hjörtur Oddsson sem leiða hóp Ármanna sem reiðubúnir eru að aðstoða alla sem þess óska. Hnýtingaráhöld til staðar, heitt á könnunni og kex á bakka. Allir velkomnir, byrjendur sem og þeir sem vilja rifja upp gamla takta.

Ármenn munið að merkja flugurnar ykkar í Febrúarflugum með #armenn

Takið kvöldið frá og munið að það eru viðburðir í tengslum við Febrúarflugur í hverri viku mánaðarins.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com