Stangaveiðifélag Akureyrar tekur þátt í Febrúarflugum og ber út fagnaðarerindi fluguhnýtinga norðan heiða. Þriðjudaginn 11. febrúar ætla félagsmenn SVAK að bjóða til hnýtinarkvölds í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 kl. 20:00
Vitaskuld verða græjur á staðnum, heitt á könnunni og meðal félagsmanna SVAK er að finna einhverja bestu hnýtara landsins og þeir verða á staðnum til leiðsagnar. Allir velkomnir, byrjendur sem og þeir sem vilja rifja upp gamla takta.
Félagar SVAK munið að merkja flugurnar ykkar í Febrúarflugum með #SVAK.
Takið kvöldið frá og munið að það eru viðburðir í tengslum við Febrúarflugur í hverri viku mánaðarins.
Senda ábendingu