Einn dyggasti styrktaraðili Febrúarflugna í gegnum árin hefur verið Vesturröst. Allt frá því byrjað var á að veita viðurkenningar fyrir þátttöku í Febrúarflugum, hefur Vesturröst styrkt átakið og þá hnýtara sem taka þátt í því með beinum og óbeinum hætti.
Í vöruúrvali verslunarinnar má finna ýmislegt góðgæti fyrir stangaveiðimenn og fluguhnýtara og hluta þess má skoða og versla á vefnum, en vitaskuld er alltaf skemmtilegast að koma við á Laugavegi 178 og kíkja á úrvalið. Það kemur vart fyrir að veiðimenn fari tómhentir úr Vesturröst.
Senda ábendingu