Veiðikortið styður við Febrúarflugur að vanda. Veiðikortið hefur allt frá upphafi stutt dyggilega við átakið og glatt heppna hnýtara með Veiðikortinu sem þetta árið veitir aðgang að 34 vötnum og vatnasvæðum, hringinn í kringum landið.
Eins og áður segir, þá felur Veiðikortið í sér leyfi í 34 vötn og vatnasvæði. Með kortinu fylgir að vanda veglegur bæklingur með haldgóðum upplýsingum um tilhögun og staðhætti á hverju svæði. Þess má geta að fram til 1. júní fá Veiðikortshafar 15% afslátt af stangaveiðivörum í Vesturröst, sem einmitt er styrktaraðili Febrúarflugna líka.
Senda ábendingu