Fræðslunefnd SVFR, Flugucastið og Haugur blása til hnýtingakvölds á American Bar, mánudaginn 10. febrúar í tengslum við Febrúarflugur.
Fjöldi landsþekktra hnýtara verða á staðnum, þ.á.m. Sigurberg Guðbrandsson, Hilmar Hansson, Reiða Öndin, Hrafn H. Hauksson, Sigurður Héðinn og Sigþór Steinn.
Veiðimyndir á öllum skjám, tilboð á barnum og gríðarleg stemming í salnum. Hnýtarar hvattir til að taka með sér græjur og smella í nokkrar Febrúarflugur. Græjur á staðnum fyrir þá sem langar að grípa í nokkrar flugur.
Takið kvöldið frá og munið að það eru viðburðir í tengslum við Febrúarflugur í hverri viku mánaðarins.
Senda ábendingu