Einn öflugasti veiðileyfavefur landsins er VEIDA.IS og undanfarin ár hefur vefurinn styrkt Febrúarflugur með myndarlegum hætti og svo er einnig þetta árið. Á vefnum má finna veiðileyfi í fjölda veiðisvæða, bæði í lax og silung.
Auk veiðileyfa má finna fjölda lýsinga og upplýsinga um veiðisvæði um land allt á vef VEIDA.IS, ásamt reglulegum fréttum af gagni veiðinnar yfir sumarið. Um þessar mundir streyma laus veiðileyfi inn á vefinn, þannig að það er um að gera að fylgjast vel með.
Senda ábendingu