Líkt og undanfarin ár styrkir Flugubúllan Febrúarflugur. Að þessu sinni ætlar verslunin að leggja til úrval hnýtingaefnis fyrir einn heppinn hnýtara og gjafabréf fyrir annan. Jafnframt veitir Flugubúllan 15% afslátt af öllu hnýtingarefni í febrúar, bæði í verslun og í vefverslun ef notaður er afsláttarkóðinn: FEBRUARFLUGUR
Í Flugubúllunni má finna mikið úrval hnýtaefnis, tóla og tækja sem gleðja fluguhnýtara. Meðal vara í Flugubúllunni má finna vörur frá: Turall, Frödin Flies, Hareline og Fullingmill, svo eitthvað sé nefnt. Úrval hnýtingaefnis má skoða á vef verslunarinnar með því að smella hérna.
Senda ábendingu