Nýr styrktaraðili Febrúarflugna að þessu sinni er Fish Partner. Auk þess að standa fyrir Íslensku fluguveiðiakademíunni selja Fish Partner veiðileyfi um land allt í lax- og silungsveiði af ýmsum toga. Fish Partner leggja til þrjár viðurkenningar að þessu sinni; tvær stangir í Tungnaá, fjórar stangir í Geldingatjörn og tvær stangir í tvo daga í Blöndukvíslar.
Á heimasíðu Fish Partner má finna ýmsan fróðleik um veiðisvæði þeirra ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum og ábendingum um stangveiði á Íslandi.
Senda ábendingu