Þeir eru nokkrir viðburðirnir sem eru á dagskrá í febrúar sem tengjast Febrúarflugum. Lesendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðburði, allir eru þeir ókeypis, bæði sunnan og norðan heiða.
3. febrúar – Ármenn bjóða upp á ókeypis námskeið í Árósum, Dugguvogi 13 kl.20:00 Ármenn sjá um græjurnar fyrir námskeiðið en aðrir hnýtarar mæta með sitt.
10. febrúar – SVFR, Flugucastið og Haugur efna til hnýtingakvölds á American Bar kl.20:00. Fræðslunefnd SVFR sér um græjurnar.
11. febrúar – SVAK heldur Febrúarflugukvöld í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 kl.20:00. Efni og áhöld á staðnum fyrir þá sem vilja prófa og nýta sér leiðsögn félagsmanna.
17. febrúar – Ármenn bjóða aftur upp á ókeypis námskeið í Árósum, Dugguvogi 13 kl.20:00 Ármenn sjá um græjurnar fyrir námskeiðið en aðrir hnýtarar mæta með sitt.
25. febrúar – SVAK heldur annað Febrúarflugukvöld í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 kl.20:00. Efni og áhöld á staðnum fyrir þá sem vilja prófa og nýta sér leiðsögn félagsmanna.
Senda ábendingu