Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Oft hafa Febrúarflugur farið af stað með hvelli, en aldrei eins og núna. Í lok fyrsta dags Febrúarflugna var búið að smella inn 54 myndum á hópinn á Facebook og það sem er sérstaklega ánægjulegt er að á meðal þessara flugna voru frumraunir nokkurra nýrra hnýtara. Allar flugurnar má finna hér á síðunni og svo auðvitað á hópinum á Facebook.

Eins og undanfarin ár, þá njótum við einstakrar velvildar styrktaraðila sem gera okkur kleift að veita nokkrum hnýturum viðurkenningar í lok mánaðarins. Að þessu sinni eru það Fishpartner, VEIDA.IS, Veiðiflugur, Veiðikortið, JOAKIM‘S og Vesturröst sem styrkja Febrúarflugur með sérstaklega veglegum hætti.

Styrktaraðilar Febrúarflugna 2020

Langþráður draumur okkar að fá fleiri í lið með okkur að boða fagnaðarerindi fluguhnýtinga er að verða að veruleika þetta árið. Líkt og undanfarin ár, hafa Ármenn stutt dyggilega við átakið og það gera þeir einnig þetta árið. Í hópinn hafa nú bæst Stangaveiðifélag Akureyrar, Flugucastið, Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Haugur. Þessir aðilar hafa boðað til hnýtingarviðburði í febrúar og bjóða öllum að slást í hópinn. Þessir viðburðir verða auglýstir reglulega hér á síðunni, á Facebook og Instagram.

Boðberar fluguhnýtinga 2020

Fyrsti viðburðurinn er á vegum Ármanna, mánudagskvöldið 3. febrúar kl.20:00 í Árósum, félagsheimili þeirra að Dugguvogi 13. Að venju hittast Ármenn á mánudagskvöldum til hnýtinga undir heitinu Skegg og skott, en að þessu sinni munu þeir félagarnir, Hjörleifur Steinarsson og Hjörtur Oddsson leiða föngulegan hóp Ármanna sem standa fyrir ókeypis námskeiði í fluguhnýtingum. Allar græjur verða á staðnum og efni til hnýtinga þannig að þeir sem vilja prófa þurfa bara að mæta og njóta. Að sjálfsögðu verður aðstaða til hnýtinga fyrir þá sem vilja koma með sínar eigin græjur og eigið efni.

Á næstu dögum munum við kynna sérstaklega þá aðila styrkja Febrúarflugur og bæta myndum af meistarastykkjum hnýtara hér inn á síðuna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com