Flýtileiðir

Ókeypis hnýtingarnámskeið

Fyrsta félagið sem setur viðburð á sína dagskrá í tilefni Febrúarflugna er Stangaveiðifélagið Ármenn, en þeir bjóða gestum og gangandi upp á ókeypis hnýtingarnámskeið, mánudaginn 3. febrúar kl.20:00 í félagsheimili sínu, Árósum sem er í Dugguvogi 13 í Reykjavík.

Ármenn hafa um árabil lagt Febrúarflugum lið sitt með ýmsu móti og þeir bregðast ekki þetta árið með þessu skemmtilega kvöldi. Það eru þeir Hjörleifur Steinarsson og Hjörtur Oddsson sem leiða hóp vaskra Ármanna sem leiðbeina byrjendum sem lengra komnum í að hnýta nokkrar vel valdar flugur í tilefni Febrúarflugna. Ármenn hafa tryggt sér #armenn til að merkja sín innlegg í átakið þetta árið og það verður spennandi að sjá hve margar flugur Ármenn og gestir þeirra leggja til átaksins sem hefst n.k. laugardag, 1. febrúar.

Allar nánari upplýsingar um Ármenn og þetta ókeypist hnýtingarnámskeið má finna á heimasíðu félagsins armenn.is , Fésbókarsíðu félagsins og auðvitað á Febrúarflugur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com