Að velja sér taum

Það sem ræður mestu um það efni sem er að finna á þessum vef er eigið grúsk. Það sem ræður næst oftast því sem ég skrifa um eru fyrirspurnir og spjall sem ég á við aðra veiðimenn. Eitt af því sem ber mjög oft á góma eru taumar. Það laumast að mér grunur að nokkuð margir veiðimenn telja sig vera í vandræðum með val á taumum og spyrja um hina gullnu, einföldu reglu fyrir besta tauminum. Því miður kann ég ekki þessa gullnu reglu og ég leyfi mér að efast um að hún sé til. Af samtölum mínum við veiðimenn, ræð ég það nú samt að margir gera grundvallar mistök í vali á kónískum taum.

Það eru þrír þættir sem menn þurfa að huga að við val á taum, ekki tveir. Mjög margir spá fyrst og fremst í lengd taums. Á hann að vera 7 fet, 8 fet, 9 fet eða miklu lengri? Aðrir spá fyrst og fremst í þeim sverleika taums sem hann endar í.

Í upphafi skildi taumaendann skoða en það er ekki nóg, ekki heldur að spá í lengd taumsins. Það eru ekki aðeins tveir þættir sem ættu að ráða vali á taum og þá er ég ekki að bæta eiginleikum taumsins við, þ.e. hvort hann er flot, hæg- eða hraðsökkvandi. Þegar maður velur taum, þ.e. kónískan taum þá byrjar maður á sverari endanum. Hve sver er endi línunnar? Sverari endi taumsins ætti að vera sem næst 2/3 af sverleika línunnar þannig að flutningur aflsins úr kastinu skili sér.

4 svör við “Að velja sér taum”

  1. Bjarni Avatar
    Bjarni

    Er að pæla, er með 3x taum (stangarlengd) beint frá línu í flugu, væri æskilegra (til að fá betri köst) að vera með eina sverari stærð af taum á milli til að nýta hreyfiorkuna betur? Er nýbyrjaður í þessu og á enn eftir að bæta köstin talsvert, en er að pæla hvort þetta gæti hjálpað? Lenti í smá vindi um daginn þegar ég var að veiða og ég hugsa til þeirra aðstæðna, þá hvort ég hefði náð betri köstum ef ég væri með kónískan taum (þeas. hefði kónískur taumur náð að rétta betur úr sér á vatninu frekar en að vera með einn grannan taum (3x)).

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Sæll og blessaður. Ég hef í mörg ár aðeins notað kóníska tauma. Kónískir taumar hjálpa við að flytja aflið úr línunni fram í fluguna sem gerir það að verkum að köst á móti vindi, köst með þungum flugum o.s.frv. verða auðveldari. Í flestum tilfellum þá nota ég þrjá sverleika í hvern taum, stundum fjóra. Sverasti parturinn ætti að vera u.þ.b. 2/3 af þykkt línunnar fremst, þ.e. fyrir framan haus hennar. Mér hefur dugað að vera með tvær megin týpur af kónískum taumum, sjá nánar í grein: https://fos.is/2012/10/03/taumurinn-hnyttur/
    Sverasta partinn verð ég mér yfirleitt úti um í verslunum, kaupi stuttan kónískan taum, nota hann eins og hann kemur úr pakkanum í smá tíma og þegar hann fer að styttast, þá bæti ég við hann því efni og hlutum sem ég vil.
    Vonandi hjálpar þetta eitthvað, best að prófa sig áfram sjálfur en huga að þessum hlutföllum 60% + 20% + 20%

    Líkar við

  3. gudmundurp Avatar
    gudmundurp

    Hvenig veistu sverleikann á flugulínunni í mm ? Er ekki einhver þumalputtaregla þá að t.d. á línu #6 er gott að nota kónískan taum 3x ?

    Líkar við

  4. Kristján Friðriksson Avatar

    Sæll Guðmundur.
    Yfirleitt er fremsti partur línunnar, s.k. tip mjög grannur. Sjálfur ber ég einfaldlega sverasta hluta taumsins við fremsta part línurnnar. Þetta er eiginlega þumalputtareglan mín við val á sverleika taums þar sem hann mætir línu.
    Merkingin á kónískum taumum (þú nefndir 3X) er sverleiki hans þar sem hann er mjóstur. Sumir kónískir taumar eru sverastir 5X (c.a. 0,5 mm) en enda í 3X (c.a. 0,2 mm) og eru þá tiltölulega langir (12 – 15 fet). Aðrir taumar sem líka eru merktir 3X byrja kannski í X3 (0,35 mm) og eru þá aðeins styttri (9 – 12 fet).
    Það sem ég læt ráða því í hverju taumurinn endar er mikið frekar gerð og stærð flugunnar og þá notast ég við þumalputtaregluna: Stærð flugu / 4, námundað við næstu heilu tölu fyrir neðan:
    Dæmi: Flugan er hnýtt á krók #12 (12/4=3) og þá læt ég tauminn enda í 3X
    Hérna er smá tafla yfir taumasverleika og sverleika taums á mótu flugnastærð: https://fos.is/toflur/taumarogflugur/ sem ágætt er að hafa í huga.
    Ég kannast ekki við þumalputtareglu um sverleika taums vs. línuþyngd, efast um að sú regla gæti haldið vegna þess að fremsti partur lína er mjög mismunandi, jafnvel í sömu línuþyngd.
    Ekki gleyma samt einu reglunni í fluguveiðinni; það er enginn regla 🙂 Prófaðu þig áfram með þína línu, stífleiki taums hefur líka töluvert að segja um það hvernig taumurinn leggst fram, en þegar þú hefur fundið heppilegan sverleika, þá heldur þú þig einfaldlega við hann og hnýtir framan á hann eftir þörfum, lætur hann enda í 2X fyrir flugur #8 eða í 3X ef flugan er #12.
    Vona að þetta skýri þetta eitthvað, hef samt það orð á mér að flækja hlutina bara með ítarlegri skýringum 🙂
    Kveðja, Kristján

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com