Flýtileiðir

Taumurinn hnýttur

Taumaefni

Þeir sem hnýta sína tauma sjálfir frá byrjun til enda verða að eiga þetta 4-5 mismunandi sverleika taumaefnis í handraðanum. Silungsveiðimaðurinn á sverast t.d. 01x og niður í 3x. Hvað laxmaðurinn á sverast veit ég bara ekki, en það hlýtur að þurfa nokkuð svert og slitsterkt efni fyrir 20lb. lax. En látum það liggja á milli hluta. Uppskrift af netinu fyrir stöðluðum vatnaveiðitaum, segjum upp á 15‘ hljóðar einhvern vegin svona: 10lb + 8lb + 6lb í hlutföllunum 60% + 20% + 20% samsettur með Surgeon Knot. Aha, hér er talað um slitstyrk en hvaða sverleika þarf ég ef ég ætla að nota Polymid efni? Að ég tali nú ekki um Fluorcarbon? Slitstyrkurinn í þessum efnum er afskaplega mismunandi, jafnvel frá sama framleiðanda og ef ég er að leita að taum sem á að flytja ákveðna stærð af flugu, þá skiptir sver- og sveigjanleiki efnisins meira máli heldur en slitstyrkurinn. Hér verður eigin reynsla að koma til sögunnar og taka við af uppskriftum veraldarvefsins.

Fyrir utan að handhnýttir taumar, þ.e. þeir sem maður setur saman sjálfur, kosta þig aðeins brot af því sem tilbúnir frammjókkandi taumar kosta, þá luma þeir á enn öðrum kosti; þú getur leikið þér miklu meira með samsetningu þeirra og þar með virkni í framsetningu. Skv. ofangreindu er þumalputtareglan sú að þú skiptir 15‘ taum í þrjá parta og hnýtir hann úr þremur styrkleikum. Mín reynsla er aftur á móti sú að skipta tauminum aðeins öðruvísi, ég stekk yfir stærðir og hugsa fyrst og fremst um sverleika efnisins og mýkt:

a) Fyrir flugur í stærðum #6, #8, #10: 60% er original butt efni + 20% 0X + 20% 2X

b) Fyrir flugur í stærðum #12, #14, #16: 60% er original butt efni + 20% 1X + 20% 3X

Svo kemur auðvitað fyrir að ég hef fremsta partinn mun lengri, allt að 4‘ fyrir a) og 6‘ fyrir b) ef ég sé fram á að prófa margar mismunandi flugur, skipta ört um eða þegar ég er að bögglast við að koma þyngdri flugu niður á botninn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com