Flýtileiðir

Á gráu svæði

Sú mynd sem fylgir þessari færslu er á gráu svæði, eins og sést. Myndin er tekin af atvinnuljósmyndara sem lagði töluvert á sig að ná þessu myndefni þokkalegu og hún birtist í opinberu plaggi fyrir einhverjum árum síðan. Ef ekki væri fyrir það að myndefnið væri ég sjálfur og ég hefði leyfi til að birta þetta á síðunni, þá væri ég að brjóta höfundarrétt á ljósmyndaranum og einhvern annan rétt á þeim sem kostaði myndatökuna.

Á FOS.IS má finna 5.862 myndir og myndbrot. Þar af eru 208 kort og teikningar sem ég hef útbúið sjálfur og 5.570 ljósmyndir sem ég eða veiðifélagi minn höfum tekið. Restin, sem telur 84 ljósmyndir hef ég keypt eða fengið leyfi frá höfundi að birta hér á síðunni og get hans þá sérstaklega. Þessar myndir tengjast rétt um 2.000 greinum sem er að finna á síðunni og innihalda efni sem er mitt.

Vefurinn hefur aldrei verið tekjulind og ég á ekki von á að það breytist. Ég er ekki einn af kostuðum áhrifavöldum samfélagsmiðla, ef ég nefni einhverja vöru, þjónustu eða fyrirtæki, þá er það vegna þess að ég tel það þess virði að nefna og ekkert annað liggur þar að baki.

Það getur verið snúið að vernda höfundarrétt efnis og ég hef ekki verið að eltast við slíkt í gegnum tíðina. Öllum hefur verið frjálst að vísa í það sem hér hefur verið sett fram, sé uppruna þess getið.

Að gefnu tilefni vil ég árétta að þetta er sett fram með þeim fyrirvara að viðkomandi þiggi ekki greiðslu fyrir eða noti efnið sér til tekna með beinum eða óbeinum hætti. Ef einhver hefur áhuga á slíkri notkun, þá þarf mitt samþykki.

2 svör við “Á gráu svæði”

  1. Knutur Avatar
    Knutur

    Þið eruð að gera frábæra hluti.

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Takk fyrir Knútur.
    Kveðja, Kristján

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com