Flýtileiðir

Allt í plati

Í dag er 1. apríl og þá vakna allri fiskar upp af værum vetrarblundi, þeir vita nefnilega að þessi dagur er merktur með rauðum hring á dagatali veiðimanna sem nú streyma fram á bakkana til að veiða. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað fiskarnir eru spenntir eftir aðgerðaleysi vetrarins, nú lifnar yfir þeim og þeir skjótast fram og gefa veiðimönnum færi á sér. Til hamingju með daginn, veiðimenn.

Mikið vildi ég að reynsla mín síðustu árin væri eitthvað í ætt við þetta, en því fer fjarri og með tíð og tíma hef ég orðið rólegri í tíðinni, fagna deginum innandyra og fylgist með fréttum að harðjöxlum sem láta sig hafa það og uppskera, vonandi. Mér skilst helst að það séu helst veiðimenn í birtingi og einstaka staðbundnum fiski sem hafi orðið varir við fisk, en nú um hádegisbil hef ég enn ekki heyrt af neinum aflabrögðum. Höldum í bjartsýnina og vonum að menn séu svo uppteknir við löndunum að þeir komist ekki í að senda fréttir.

Uppskera mín í vorveiði síðustu 10 ára

Í hugum margra er það talið þroskamerki að geta setið hjá og horft á aðra veiða, kannski ég sé að þroskast eða þá að ég noti þetta bara sem afsökun fyrir því að mæta til vinnu 1. apríl og vera ekki á stjái við eitthvert vatnið.

Læt hér eina mynd fylgja með sem tekin var 1. apríl við Meðalfellsvatn fyrir nokkrum árum síðan.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com