Stangaveiðifélagið Ármenn er þessa dagana að taka við skráningum á byrjendanámskeið í fluguhnýtingum sem haldið verður dagana 26. 28. og 29. mars. Síðastliðið vor stóðu Ármenn fyrir tveimur slíkum byrjendanámskeiðum sem opin voru almenningi og vegna fjölda áskorana, þá var ákveðið að endurtaka leikinn núna. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hjörleifur Steinarsson sem hefur haldið slík námskeið víða á undanförnum árum.
Allar nánari upplýsingar og skáningarform má nálgast á heimasíðu Ármanna með því að smella hér.
Senda ábendingu