Febrúarflugum 2019 er lokið. Þetta árið jöfnuðu hnýtarar fjölda flugna frá því í fyrra; 523 flugur. Meðlimir í hópinum á Fésbókinni bættu um betur og fjölgaði úr 247 í 335 og gestum á viðburðum Febrúarflugna fjölgaði einnig.
FOS.IS þakkar öllum hnýturum, fylgjendum og styrktaraðilum fyrir ómetanlega góðar stundir þennan mánuð.
Myndasafn með öllum flugum ársins má skoða með því að smella hérna og hér að neðan má finna nöfn þeirra sem hlutu viðurkenningar frá styrktaraðilum okkar þetta árið fyrir sitt framlag.
Að 11 mánuðum liðnum vonumst við til að sitja hér spennt og skoða fyrstu flugurnar sem birtast í Febrúarflugum 2020.
Veiðikortið 2019 og veiðihúfu ársins hlaut Steingrímur Ólason.
Veiðihornið gaf RIO Gold flugulínu og sá heppni er Sigurberg Guðbrandsson
Árvík hf gaf Fishpond Road Trip hnýtingartösku og sá heppni var Sigurður Árni Kristjánsson
Mistur gaf drykkjarflösku, nestispoka og ferðasápu og sá heppni var Andri Rafn Helgason
Veiðikortið 2019 og veiðihúfu ársins hlýtur Gustav S. Guðmundsson
JOAKIM’S gaf vandaða ferða-hnýtingarþvingu og sá heppni var Gísli Már Árnason
Drykkjarflösku, nestispoka og ferðasápu frá Mistur hlýtur Gunnar Ari Guðmundsson
Flugubúllan gaf úrval efnis frá Frödin flies og áritaða handbók og sá heppni var Auke van der Ploeg
Úrval af hnýtingarefni og hnýtingarbúnaði frá JOAKIM’S hlýtur Erlingur Snær Loftsson
Veiðikortið 2019 og veiðihúfu ársins hlýtur Benedikt Magnússon
Sage Sectrum C fluguveiðihjól sem Veiðihornið gaf hlýtur Steinar Vignir Þórhallsson
Vesturröst gaf Orvis Clearwater flugustöng og sá heppni var Skúli Thorarensen
Senda ábendingu