Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Það hefur verið rífandi gangur í Febrúarflugum síðustu viku. Fjöldi nýrra hnýtara hafa lagt sitt að mörkum og sífellt fleiri fylgjast með í hópinum á Facebook auk þeirra sem eru sérlega duglegir að fylgjast með myndasafninu hér á síðunni.

Þegar þetta er ritað, þá eru flugurnar komnar yfir 350 stk. og þeim fjölgar væntanlega hressilega um þessa helgi rétt eins og síðustu helgar.

Síðasta hnýtingarkvöld Febrúarflugna verður n.k. mánudagskvöld 25. febrúar í Árósum og hefst að venju kl.20:00 stundvíslega og auðvitað eru allir velkomnir. Að venju verður heitt á könnunni í boði Ármanna og kunnum við þeim sérstakar þakkir fyrir allan stuðninginn í febrúar, veitingar, veittan beina og afnot af félagsheimilinu.

Lokasamkoma Febrúarflugna fer síðan fram miðvikudaginn 27. febrúar og við viljum vekja sérstaka athygli á því að það kvöld drögum við út nokkur nöfn heppinna hnýtara og komum þannig á framfæri viðurkenningum styrktaraðila okkar fyrir þátttökuna þetta árið. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og hver veit nema styrktaraðilar okkar sláist í hópinn, mæti og kynna sig og sínar vörur. Eitt er víst, við stefnum á skemmtilegt kvöld sem verður auglýst rækilega þegar nær dregur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com