Þriðja hnýtingarkvöldið

Þriðja, en þó í raun fjórða hnýtingarkvöld Febrúarflugna verður haldið n.k. mánudagskvöld 18. febrúar í Árósum, Dugguvogi 13 og hefst að venju kl.20:00.  Undanfarin mánudagskvöld og síðasta miðvikudagskvöld hafa áhugmenn og hnýtarar kíkt við, smellt í nokkrar eða fylgst með öðrum hnýta flugur sem síðar hafa slegist í hóp þeirra 210 flugna sem þegar hafa komið fram í mánuðinum á Fésbókinni. Allar flugurnar má einnig sjá á einum stað hér á síðunni.

Bara þannig að það sé áréttað, þessi hnýtingarkvöld eru öllum opin og þar er öruggt athvarf og aðstaða fyrir þá sem vilja prófa fluguhnýtingar og mögulega njóta smá leiðsagnar í fyrstu skrefunum. Það eru alltaf einhverjir vanir hnýtarar á staðnum sem eru reiðubúnir að miðla af reynslu sinni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.