Á umliðnum árum hefur umhverfisvitund veiðimanna, rétt eins og annarra, aukist stórum. Þar kemur Mistur sterkt inn og bíður útivistarfólki og innipúkum upp á umhverfisvæna kosti í ferðavörum, hreinlætis- og heimilisvörum. Að vera útbúinn góðu nesti í veiðiferðina er nauðsyn og ekki skemmir fyrir að taka það með sér í umhverfisvænum og endingargóðum nestisboxum með rjúkandi kaffi á stálbrúsa sem þolir slark og hnjask í misjöfnu veðri.
Mistur styrki Ferbrúarflugur nú fjórða árið í röð og eflaust búa heppnir hnýtarar enn að þeim viðurkenningum sem þeir hafa hlotið í nafni Misturs.
Senda ábendingu