Annað hnýtingarkvöld Febrúarflugna og Ármanna verður haldið á morgun, mánudagskvöldið 11. febrúar kl. 20:00 í Árósum, Dugguvogi 13. Síðasta mánudag mætti eitthvað á þriðja tug gesta og nú er bara stóra spurningin hvort það verða á fjórða tug eða þann fimmta sem mæta í kvöld.

Ármenn bjóða hverjum þeim sem vilja prófa að hnýta flugur að setjast niður við einhvern af þeim þremur hnýtingarbásum sem settir hafa verið upp og eru boðnir og búnir að leiðbeina óreyndum í fyrstu skrefunum. Hvernig væri nú að láta langþráðan draum rætast, stíga fram og mæta á hnýtingarkvöld Febrúarflugna og láta reyna á að smella í eins og eina flugu, það er alltaf miklu skemmtilegra að veiða á flugu sem veiðimaðurinn hefur hnýtt sjálfur.
Senda ábendingu