Annar af nýjum styrktaraðilum Febrúarflugna þetta árið er Veiðihornið. Með stór aukinni áherslu á fluguhnýtingarvörur hefur Veiðihornið stimplað sig enn frekar inn inn hjá fluguhnýturum og ef að líkum lætur má ganga að góðum vörum vísum í Veiðihorninu.
Aukið úrval hnýtingarvara er til marks um það að fluguhnýtingar eru langt því frá á undanhaldi hér á landi og rétt eins og vöruúrvalið eykst, þá fjölgar ungum og upprennandi hnýturum enn frekar.
Senda ábendingu