Einn dyggasti styrktaraðili Febrúarflugna í gegnum árin er Árvík. Fyrirtækið hefur skapað sér fastan sess í hugum stangaveiðimanna á undanförum áratugum, rótgróið og öflugt. Meðal vörumerkja Árvíkur má nefna flugustangir frá Scott, breiða vörulínu Loon, töskur og vesti frá Fishpond, hnýtingaráhöld frá Stonfo og Griffin að ógleymdum Kamasan önglunum sem allir fluguveiðimenn þekkja.
Það er vart til sá stangaveiðimaður á Íslandi sem ekki hefur snert á og reynt einhverjar af vörum Árvíkur í gegnum tíðina.
Senda ábendingu