Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Í gærkvöldi var fyrsta hnýtingarkvöld Febrúarflugna þetta árið haldið í Árósum. Eitthvað á þriðja tug gesta mætti á staðinn og stemmingin var létt og leikandi. Töluverður fjöldi mætti með eigin hnýtingargræjur og FOS.IS til óblandinnar ánægju voru uppsett hnýtingarsett ekki látin standa ónotuð og töluvert skrafað um hinar og þessar flugur. Nokkrir þeirra sem þegar hafa sett inn flugur mættu, aðrir sem enn eiga eftir að leyfa okkur hinum að njóta voru líka meðal gesta, greinilega að vega og meta hvaða flugur þeir ættu að setja inn á hópinn í vikunni.

Vesturröst hefur verið dyggur styrktaraðili Febrúarflugna frá fyrstu tíð. Í Vesturröst fást allar stangaveiðivörur og þar er að finna mikið úrval hnýtingaefnis og einmitt á þessum tíma árs berst þeim hver sendingin á fætur annarri af nýju og hefðbundnu efni til fluguhnýtinga.

Það er því vel þess virði fyrir áhugamenn um fluguhnýtingar að kíkja reglulega við í Vesturröst á Laugaveginum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com