Þegar þetta fer í loftið eru sléttar 5 klst. þar til Febrúarflugur 2019 hefjast formlega. Ég þekki einn aðila sem bíður spenntur eftir því að setja fyrstu fluguna sína inn á Fésbókarhópinn á slaginu 00:01 í kvöld. Þetta er að vísu ég sjálfur, en ég viðurkenni að ég er er virkilega spenntur. Það hefur verið þannig frá því ég fékk þá hugmynd árið 2014 að draga hnýtara Íslands betur fram í dagsljósið, þó ekki nema einn mánuð ársins, að ég hef sífellt orðið meira og meira hissa á þeim undirtektum og athygli sem þetta átak hefur fengið ár hvert.
Frá upphafi hafa mörg fyrirtæki stutt við bakið á þessu átaki og við höfum þegar kynnt hér 7 aðila sem styðja átakið þetta árið. Nú kynnum við tvo aðila til viðbótar sem styðja okkur og það eru Flugubúllan og Vesturröst sem báðir hafa stutt við átakið með ráðum og dáð á umliðnum árum. Þar með eru það níu aðilar sem leggja átakinu lið að þessu sinni með ýmsu móti.
Líkt og endranær munu allir styrkir renna til heppinna fulltrúa þeirra sem setja flugur inn á Fésbókarhópinn í febrúar.
Senda ábendingu