Undanfarin átta ár hef ég skráð nokkuð nákvæmlega veiði mína og veiðifélaga míns og birt hér á síðunni. Vegna smá verkefnis sem ég var að vinna að um daginn, þá tók ég veiðitölur þessara ára og setti upp í súlurit og datt þá í hug að setja þetta hér inn á síðuna til að fylla inn í fyrri samantektir sem ég hef gert í loks flestra ára.
Elstu gögnin sem mark er takandi á eru frá árinu 2010. Rauðu súlurnar tákna afla veiðifélaga míns, en þær bláu tákna minn afla. Þetta ár lögðum við leið okkar helst í Hlíðarvatn í Hnappadal í nokkur skipti og er júlí áberandi þar.
Senda ábendingu