Hér hefur göngu sína vikulegur pistill á FOS.IS sem ég hef kosið að kalla Vatn vikunnar. Fram til vors mun fjöldi vatna bætast hér við á síðuna með helstu upplýsingum, kortum og þeim flugum sem gefið hafa. Flest þessara vatna hef ég prófað sjálfur og þekktir veiðistaðir merktir inn skv. eigin reynslu og annarra sem miðlað hafa til mín.
Fyrsta vatnið í þessari röð er Hóp í Húnaþingi. Vatnið liggur á mörkum Vestur- og Austur Húnavatnssýslna og er fimmta stærsta náttúrulega stöðuvatn á Íslandi.

Í næstu viku mun síðan birtast eitt vatn enn og þannig koll af kolli, vikulega fram til vors.