Meðalfellsvatn á Veiðikortinu

Unnendur Meðalfellsvatns geta tekið gleði sína aftur, því óvænt var það tilkynnt í dag að vatnið verður með á Veiðikortinu 2018 eftir stutta fjarveru.

Þar sem bæklingur Veiðikortsins er fyrir löngu kominn út, er veiðimönnum bent á að kynna sér vel veiðireglur við vatnið áður en haldið verður til veiða 19. apríl, en þann dag opnar vatnið.

Korthöfum er heimilt að veiða í vatninu öllu, þó ekki nær ósum áa og lækja sem í það og úr því renna en sem nemur 50 metrum. Vel verður fylgst með að þessum reglum sé fylgt. Daglegur veiðitími í vatninu er frá kl. 07:00 til 22:00.

Veiðitímabilið hefst eins og áður segir, þann 19. apríl og því líkur 20. september.

Veiðimönnum er sérstaklega bent á að snyrtileg umgengni er skilyrði fyrir veiði og bannað er að skilja rusl eftir við vatnið. Allur akstur utan vega og slóða er að sjálfsögðu bannaður og verður kærður til lögreglu. Veiðikostshafar sem valda umhverfisspjöllum eru ábyrgir gagnavart landeiganda.

Meðalfellsvatn er á Náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar. Í aðalskipulagi er  50 m. breið ræma umhverfis vatnið skilgreint sem “opið svæði” þar sem ekki er gert ráð fyrir mannvirkjagerð m.t.t. undantekningum. Þá er rétt að árétta að öll lögmæt umferð gangandi manna er heimil umhverfis vatnið og óheimilt er að hindra slíka umferð. Hlið eða stigar skulu vera á öllum girðingum sem ná fram í vatnið. Veiðimenn eru í fullum rétti til að veiða við vatnið, hvort heldur fyrir framan sumarhús eða aðrar byggingar við vatnið.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.