Febrúarflugum 2018 er lokið

Á lokakvöldi Febrúarflugna þann 28. febrúar var fjölmennt í Árósum svo ekki sé meira sagt. Viðar Egilsson fór eins og honum er einum lagið, fimum fingrum um nokkrar flugur og margir gesta nýttu tækifærið til að spjalla við Viðar eftir sýninguna, enda er hann margs vís um flugur, fluguhnýtingar og hnýtingarefni.

Það brást ekki að nokkrir hnýtarar settust við þvingurnar í kvöld en þegar kom að útdrætti viðurkenninga gerðu þeir hlé á hnýtingunum og fylgdust grannt með eins og aðrir gestir. Viðurkenningar og nöfn þeirra heppnu eru eftirfarandi:

Hnýtingartaska frá Árvík: Kristján Hauksson
TFO 8,6′ #4 flugustöng og veiðihúfa frá Langskegg: Sigþór Steinn Ólafsson
Flextec XRD 9′ #7/8 flugustöng frá Flugubúllunni: Sigurður Kristjánsson
Hnýtingarstandur, pad og úrval af fluguboxum frá JOAKIM‘S: Ingólfur Dan Þórisson
TFO veiðihúfa frá Langskegg: Marinó Heiðar Svavarsson
Veiðikort og veiðihúfa frá Veiðikortinu: Jón Aðalsteinn Þorgeirsson
Gjafabréf frá Vesturröst: Auke van der Ploeg
Veiðikort og veiðihúfa frá Veiðikortinu: Valdemar Friðgeirsson
Stálbrúsi og nestispokar frá Mistur: Gústaf Ingvi Tryggvason
Gjafabréf frá Vesturröst: Sigurberg Guðbrandsson
Magic Quills frá Sunray.is: Ingvar Samúelsson
Veiðikortið og veiðihúfa frá Veiðikortinu: Steinþór Bjarni Ingimarsson
TFO veiðihúfa frá Langskegg: Stefán Bjarni Hjaltested
Gjafabox með hnýtingaráhöldum og flugum frá Valdemarsson: Bjarnfinnur Sverrisson

Að útdrætti loknum stigu stjórnameðlimir Ármanna á stokk og kunngerðu úrslit í Hlíðarvatnsflugan 2018. Fluga Steinars Vignis Þórhallssonar varð hlutskörpust að mati dómnefndar Ármanna og hlýtur hann að launum ársaðild að Ármönnum með öllum þeim kostum sem því fylgja.

Hlíðarvatnsflugan 2018: Steinar Vignir Þórhallsson

FOS.IS óskar öllum til hamingju með viðurkenningarnar og þakkar þeim, ásamt öllum öðrum sem þátt tóku í Febrúarflugum þetta árið, kærlega fyrir samfylgdina að þessu sinni. Vonandi hafa allir haft jafn mikið gagn og gaman af þessu eins og við sem stóðum að þessum viðburði.

Alls voru 523 flugur lagðar fram þetta árið af 62 hnýturum. Fjöldi þeirra sem fylgdust með hópinum á Facebook voru 247 auk þeirra tæplega 800 sem fylgjast með FOS.IS á Facebook og í áskrift í gegnum tölvupósta. Þetta ár voru öll fyrri met Febrúarflugna slegin, sama hvar litið er á fyrri tölur.

Að lokum vill FOS.IS þakka öllum styrktaraðilum Febrúarflugna kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og velvilja, án þeirra hefði okkur ekki verið unnt að veita þær glæsilegu viðurkenningar sem við gerðum í kvöld. Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.