Þær eru orðnar 500 flugurnar sem 60 hnýtarar hafa sett inn á Febrúarflugur á Facebook og í kvöld er lokakvöld átaksins í Árósum, Dugguvogi 13, kl.20:00
Klukkan 21:00 tökum við stöðuna og nöfn þeirra sem skilað hafa inn flugum þetta árið, setjum í pott og drögum nöfn heppinna þátttakenda út og veitum þeim viðurkenningar sem styrkaraðilar okkar hafa látið okkur í té. Við treystum okkur ekki til að slá á heildarverðmæti viðurkenninganna, en þær eru vissulega veglegar þetta árið.