Lokakvöld Febrúarflugna 28.febrúar

Það verður öllu tjaldað til á lokakvöldi Febrúarflugna þetta árið. Viðar Egilsson ætlar að setjast í heiðurssætið og hnýta girnilegar silungaflugur eins og honum einum er lagið. Viðar þarf ekkert að kynna frekar, en við getum ekki stillt okkur um að slúðra að við fengum að sjá mynd af afskaplega flottum flugum sem hann ætlar að smella í af sinni alkunnu snilld í Árósum, Dugguvogi 13 kl.20:00 á morgun. Áhugamenn um einfaldar og veiðnar flugur verða ekki sviknir af handbragði og flugum Viðars, svo mikið er víst.

Rétt til þess að árétta að annað kvöld, upp úr kl. 21:00 munum við draga út nöfn nokkurra hnýtara sem lagt hafa til flugur þetta árið og veita þeim viðurkenningar fyrir þátttökuna. Það er því um að gera að vera búinn að setja inn flugur fyrir kl.21:00 á morgun, því eins og segir næstum í auglýsingunni Fluga er möguleiki. Dómnefnd Ármanna ætlar líka að stíga á stokk og kunngera hvaða Febrúarflugu hún telur líklegust til afreka í Hlíðarvatni í Selvogi á sumri komanda.

Að vanda verður heitt á könnunni og gómsætt bakkelsi í kílóavís í boði Ármanna, hnýtingaraðstaða í boði og auðvitað eru allir velkomnir. Ekki má gleyma því að Veiðikortið verður á staðnum, ef svo ólíklega vildi til að einhver sé ekki búinn að tryggja sér kort fyrir sumarið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.