Ármenn eru stoltir styrktaraðilar Febrúarfluga, enda í anda starfsemi Ármanna að auka áhuga og hróður fluguveiði og öllu því jákvæða sem fylgir þeirri íþrótt.

Því eru Ármenn ánægðir með að tilkynna samkeppni tengda Febrúarflugum sem þeir kalla Hlíðarvatnsflugan 2018.

Ármenn munu veita verðlaun fyrir þá flugu sem talin er líklegust til að virka vel í Hlíðarvatni á komandi sumri.

Reglurnar eru ósköp einfaldar. Allar flugur sem eru hnýttar í tengslum við Febrúarflugur og hafa verið settar inn á Facebook eru gjaldgengar. Dómnefnd þriggja Ármanna með áralanga reynslu af Hlíðarvatni metur flugurnar. Dómnefndin hefur algjörlega frjálsar hendur með val á sigurvegara og er niðurstaða dómnefndar endanleg.

Verðlaunin eru ársaðild að Ármönnum (félagsgjald 2018) ef sigurvegarinn er ekki þegar félagi eða  dagur í Hlíðarvatni (3 stangir).

Myndin sem fylgir þessari tilkynningu sýnir minnigaskjöld fyrir eðal-Ármanninn Kolbein Grímsson. Þennan skjöld má finna við Kaldós við Hlíðarvatn. Það verður erfitt að hnýta betri flugu en Peacock sem Kolbeinn er höfundur að, en hver veit nema þessi keppni færi okkur eitthvað nýtt eða skemmtilega útfærslu af þekktri flugu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.